ný heimasíða í vinnslu

Ný heimasíða svæðisgarðsins Snæfellsnes er í vinnslu og verður opnuð í september

Stefnumót í svæðisgarði

Á morgunn, miðvikudaginn 10. ágúst, kl. 20 göngum við um Malarrif, frá nýju gestastofunni að Lóndröngum og til baka eftir ströndinni. Sæmundur Kristjánsson frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi lesa sögur um mannlíf og náttúru úr landslaginu. Allir velkomnir. Er ekki upplagt að drífa sig í hressandi gönguferð með menningarsögulegu ívafi? 

Sveitamarkaður um helgina

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes tekur þátt í sveitamarkaði á Breiðabliki í Eyja-og Miklaholtshreppi frá kl.12 - 18 laugardaginn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí. Handverk og matur beint frá býli.

Fegurri sveitir

Umhverfisverkefnið á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur verið framlengt til 5. júlí vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga :o) Grípum tækifærið og gerum sveitirnar enn fallegri. Hvatningarkveðja frá Svæðisgarðinum, Eyja-og Miklaholtshrepp og Snæfellsbæ.

Stefnumót í svæðisgarði 2.júní 2016 Breiðabliki í Eyja-og Miklaholtshrepp

Upplýsingarveita til ferðamanna

Opið hús frá kl. 13 -  18.30.  Unnið er að því að gera Breiðablik að gestastofu Snæfellsness. Við byrjum á þarfagreiningu.

Milli kl. 13 og 17 verður varpað upp á skjá námskeiði frá Ferðamálastofu sem er ætlað fyrir alla þá sem veita upplýsingar til ferðamanna.

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes kynnir samvinnuverkefni.

Kaffi og vöfflur.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Additional information