Snæfríður - ungt fólk á Snæfellsnesi

Snæfríður - ungt fólk á Snæfellsnesi er nýstofnaður hópur undir merkjum Svæðisgarðs Snæfellinga. Til að byrja með var vinnuheiti hópsins Ungmennaráð Svæðisgarðsins en hópurinn hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Snæfríður, ungt fólk á Snæfellsnesi. Markhópurinn er fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur áhuga á Snæfellsnesi.

Markmið hópsins eru meðal annars að efla tengslanet ungs fólks á svæðinu, kynna atvinnulífið og þá möguleika sem eru í boði hér á Snæfellsnesi, einnig að skipuleggja og styðja við menningarviðburði á svæðinu. Til þess að ná settum markmiðum Snæfríðar ætlum við meðal annars að bjóða upp á menningarviðburði og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að miðla fréttum og viðburðum.

Lesa meira...

Verkfærakista tiltæk

Vakin er athygli á því að hér á vef svæðisgarðs hefur verið opnaður aðgangur að Verkfærakistu, sjá myndina hægra megin á forsíðunni.  Verkfærakistan er einn af skilgreindum áföngum í vinnunni við svæðisgarð og slóðin er http://svaedisgardur.is/kista

Í kistunni er samansafn efnis sem lýsir á einhvern hátt sérstöðu Snæfellsness - en markmið svæðisgarðs er að auðvelda íbúum að nýta sér sérstöðu í staðháttum,  náttúru og menningu svæðisins, m.a. með því að gera þetta efni aðgengilegt, í ýmsum formum. Þetta er efni sem hefur líka verið nýtt í svæðisskipulagsgerð sem verkefninu tengist.

Gera má ráð fyrir að meira efni bætist við - og að hugmyndir kvikni hjá áhugasömum um efni sem lumað er á og sem ætti þarna heima. Við hvetjum áhugasama til að senda inn hugmyndir sínar. Gera má ráð fyrir því að útfærsla verkfærakistunnar verði þróuð áfram.

Ekkert er því til fyrirstöðu að hver sem er fari að nýta þetta strax, fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu, svo það er um að gera að benda áhugasömum á þetta. Það er líka gott að fá ábendingar um efni sem gagnlegt væri að bæta við, t.d. í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Ungt fólk óskast í ungmennaráð

Við könnum nú áhuga ungs fólks á að taka þátt í ungmennaráði svæðisgarðsins.

Ungmennaráð yrði vettvangur fyrir ungt fólk með rætur eða áhuga á Snæfellsnesi til að þróa og hrinda skemmtilegum hugmyndum í framkvæmd, fræðast um atvinnulífið og menningu á svæðinu og efla tengslanet sitt.

Ávinningur þinn felst í að kynnast fleira fólki, ungu fólki og allskonar fólki í atvinnulífi á svæðinu (það heitir að efla tengslanetið sitt og þykir mikilvægt í dag) og að taka þátt í að hrinda skemmtilegum hugmyndum í framkvæmd - sem er síðan einnig undir þér komið hvernig til tekst!

Nánar hér.

Samantekt um starf vinnuhópa

Í nóvember 2012 voru settir á fót vinnuhópar í tengslum við svæðisgarð á Snæfellsnesi, til að aðstoða svæðisskipulagsnefnd og stýrihóp svæðisgarðsverkefnisins við að draga fram sérkenni og auðlindir Snæfellsness, sögurnar sem þau segja, tækifærin sem búa í þeim og hvaða áherslur ætti að marka fyrir svæðið. 

Vinnuhóparnar voru þrír og í hverjum þeirra sátu 10-15 manns. Fyrir hópunum fóru fulltrúar úr svæðisskipulagsnefnd eða stýrihópi um svæðisgarð:

1.  Snæfellskur náttúruauður. Formaður: Gretar D. Pálsson, formaður svæðisskipulags­nefndar Snæfellsness

2.  Snæfellskur menningarauður.  Formaður: Ragnhildur Sigurðardóttir, varaformaður svæðisskipulagsnefndar.

3.  Snæfellskur þekkingarauður.  Formenn: Kristín Rós Jóhannesdóttir, fulltrúi í svæðisskipulagsnefnd og Kristín Björg Árnadóttir fulltrúi í stýrihópi um svæðisgarð.

Hér má lesa um starf vinnuhópanna en þeir funduðu þrisvar á tímabilinu nóvember 2012  til febrúar 2013. Þátttakendur í hópunum fá bestu þakkir fyrir sitt góða og mikla vinnuframlag.

Vefsjá svæðisgarðs Snæfellsness

Hluti þeirra korta sem hafa verið unnin í tengslum við svæðisskipulagsgerðina hafa verið sett fram í kortavefsjá til að auðvelda nýtingu þeirra og miðlun. Vefsjáin gefur yfirlit yfir sérkenni og sögu Snæfellsness og er mikilvægt verkfæri svæðisskipulagsnefndar við stefnumótun í svæðisskipulagi auk þess að verða áhrifarík aðferð við að miðla upplýsingum og stefnu svæðisskipulagsins þegar það verður tilbúið. Vefsjáin nýtist þá heimamönnum jafnt sem gestum við að sjá þau tækifæri sem í svæðinu búa. 

Kortin eru enn sem komið er sett fram sem drög og í þeim kunna að leynast villur eða ónógar upplýsingar. Ábendingar og athugasemdir má gjarnan senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Additional information