Unga fólkið og svæðisgarðurinn

Í byrjun febrúar hittist ungt fólk af Snæfellsnesi á kynningar- og spjallfundi í tengslum við svæðisgarð. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var ætlað að ná til þeirra sem þar dvelja við nám eða störf. 

Markmið fundarins var að fá fram skoðanir ungs fólks á því hvað gerir Snæfellsnesið sérstakt og heyra hvaða tækifæri það sæi í störfum og búsetu þar í framtíðinni. Hér má sjá samantekt af umræðum fundarins. 

Það sem þarna kom fram verður nýtt í vinnu við svæðisskipulag á Snæfellsnesi og frekari vinnu við mótun svæðisgarðs. Allar ábendingar og hugmyndir í tengslum við þetta eru vel þegnar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    

Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag og skemmtilegar umræður. 

 

Veffundur með forsvarsmanni Valdres

“Við erum stoltari af Valdres, þekkjum betur fyrir hvað við stöndum, aðrir þekkja Valdres betur - Við áorkum meiru saman”

sagði Eivind Brenna, stjórnarformaður svæðisgarðsins í Valdres í Noregi og samtaka norskra svæðisgarða, á veffundi með stýrihópi svæðisgarðsins á Snæfellsnesi, þann 25. febrúar síðastliðinn. Á örfáum árum hafa Norðmenn stofnað 5 svæðisgarða og fjölmörg svæði eru nú í startholunum að fara sömu leið til að ýta undir verðmætasköpun og styrkja byggð. Eivind Brenna er reyndur sveitarstjórnarmaður af fylkis- og sveitarstjórnarstiginu.

Lesa meira...

Hvar eru teknar myndir á Snæfellsnesi?

Það getur verið áhugavert að sjá hvar ferðafólk og heimamenn staldra við á Snæfellsnesi til að taka ljósmynd af því sem fyrir augu ber. Nú má sjá hér á vefnum kort af þeim stöðum þar sem hnitsettar myndir hafa verið teknar og merktar “Snæfellsnes”. Uppruni myndanna er á ljósmyndavefnum Flickr.

Athugið að þeir sem taka myndirnar staðsetja þær sjálfir, nema myndavélin sé með GPS búnað, og þess vegna getur staðsetningin verið ónákvæm, eftir vandvirkni hvers og eins.

Sjá kortið af myndatökustöðunum hér.

Ungt fólk á kynningar- og spjallfundi

Föstudaginn 28. des. sl. hittist ungt fólk á Snæfellsnesi á kynningar- og spjallfundi í tengslum við svæðisgarðsverkefni Snæfellinga. Markmið fundarins var að fá fram skoðanir þeirra á því hverjir væru helstu kostir þess að alast upp og/eða búa á Snæfellsnesi og hvaða tækifæri þau sæju í störfum og búsetu þar í framtíðinni. Hér má sjá samantekt af umræðum fundarins en efniviðurinn verður nýttur í vinnu við mótun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Allar ábendingar og hugmyndir í tengslum við þetta eru vel þegnar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    

Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag, sem og öðrum áhugasömum sem ekki áttu kost á að sækja fundinn. Ekki er útilokað að annar svipaður fundur verði haldinn síðar.

 

Brugghúsið Ægir og Undredalsostur fá verðlaun

Nýlega voru tvö fyrirtæki í norska svæðisgarðinum Næröyfjorden verðlaunuð fyrir framleiðslu sína. Bæði framleiða þau og kynna vörur sínar undir vörumerki svæðisgarðsins, SAKTE

Árið 2007 yfirgáfu Aud og Evan vel launuð störf í Silicon dalnum í Bandaríkjunum, fluttu til Noregs og stofnuðu brugghús sem fékk heitið Ægir, eftir jötninum og konungi hafsins í norrænni goðafræði. Fyrirtækið og framleiðsla þess hefur átt mikilli velgengni að fagna og var nú í ársbyrjun veitt viðurkenning fyrir Bjór (öl) ársins 2012. 

Undredalsostagerðin byggir á ævagamalli hefð og handverki, þar sem gæðaostar eru búnir til úr geitamjólk. Að ostagerðinni standa 3 fjölskyldur sem leggja til mjólk frá samtals 220 geitum. Hvítur, vel þroskaður geitaostur frá Undredal var valinn ostur ársins 2012 í Noregi.

Bæði verðlaunin eru veitt af Det Norske Måltid, sjá nánari umfjöllun hér

Additional information