Þemakort í vefsjá

Kortavefsjá fyrir Snæfellsnes gegnir því hlutverki að draga saman á einn stað upplýsingar um auðlindir og sérkenni í náttúrufari, landslagi, menningu og sögu svæðisins og miðla þeim með þeim hætti að nýtist við að:

  • Skilgreina staðaranda svæðisins.
  • Marka stefnu um nýtingu auðlinda, umgengni við landið og verndun verðmæta sem felast í umhverfi, sögu og menningu svæðisins.
  • Miðla þekkingu heimamanna og styrkja um leið vitund þeirra um gæði og verðmæti svæðisins og hvernig hægt er að nýta þau til atvinnusköpunar.
  • Þróa vöru og þjónustu á svæðinu.
  • Kynna Snæfellsnes meðal ferðamanna, fyrirtækja og fjárfesta.

Athugið að þótt reynt hafi verið að færa allt sem réttast inn er ekki ólíklegt að einhverjar villur leynist á vefsjánum eða upplýsingar sem veittar eru þarfnist leiðréttingar. Vinsamlegast komið leiðréttingum á framfæri með því að senda tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

LEIÐBEININGAR:

  • Notið músina til að draga kortið til.
  • Smellið á + og - eða notið músarhjólið til að stækka og minnka kortið.
  • Smellið á “Legend” eða “Skýringar” til að sjá hvað táknin þýða.
  • Smellið á táknin á kortinu til að fá nánari upplýsingar.
  • Á sumum vefsjám er hægt að velja hvað birtist. Til dæmis er á heildarkorti hægt að velja saman upplýsingar um fornsögur og sérstakar persónur, eða matarkistu og gönguleiðir sem birtist þá í einu. Smellið á “Layers” til að stjórna því.

Eftirtalin þemu hafa verið kortlögð:

 Heildaratlas (opnast í nýjum glugga). Velja má þekjur inn á kortið.

Additional information