Entlebuch, Sviss

UNESCO Lífhvolfsgarðurinn (e. Man and Biosphere Park) Entlebuch í Sviss er dæmi um svæðisgarð sem hefur náð góðum árangri í atvinnu- og vöruþróun. Sjá nánar hér og um UNESCO MAB og samráð við stofnun

Svæðisgarðurinn var settur á stofn árið 2001 og sjö árum síðar hlaut hann viðurkenningu sem fyrsti svæðisgarðurinn í Sviss sem þykir mikilvægur á landsvísu. 

Upphaf stofnunar svæðisgarðsins má rekja til neikvæðrar stöðu svæðisins, sem var eitt fátækasta landbúnaðarhérað Sviss. Árekstrar voru uppi á milli íbúa svæðisins og verndarsinna en forsvarsmenn svæðisgarðsins vildu vinda ofan af veikri ímynd svæðisins og endurskilgreina það. Úr varð svæðisgarður, með ríka áherslu á ferðaþjónustu, mat úr héraði og græna orku. Garðurinn er nú þekktur út fyrir landsteinana fyrir farsælt frumkvöðlastarf sitt.

Entlebuch svæðisgarðurinn nær yfir um 400 km2 svæði og þar er að finna umfangsmesta og fjölbreyttasta mýralandslag í Sviss. Verndun í gegnum nýtingu er höfð að leiðarljósi í Entlebuch. Á svæðinu hefur tekist vel við það sem víða hefur verið reynt með síðri árangri, þ.e. að móta heildstætt skipulag og stefnu um nýtingu gæða svæðisins og byggja þar á gildum og sérstöðu svæðisins, með ferskum áherslum þó. 

Samfélag og atvinna

Fjölmiðlar í Sviss flytja að meðaltali þrjár fréttir á dag um svæðisgarðinn í Entlebuch. Hann er leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu hágæðavara sem frá svæðinu koma. Gegnum merkið "Echt Entlebuch" eða "ekta Entlebuch" hefur garðurinn stutt við meira en 300 vottaðar vörur og þjónustu tengdri upplifun. Þar að auki hafa nokkrir hótel- og veitingahúsaeigendur uppfyllt ströng skilyrði sem veitir þeim leyfi til að kallast opinberir veitingaaðilar (e. Gastropartners) svæðisgarðsins. Aðrir þjónustuaðilar, svo sem bankar og skólar, eiga einnig aðilda að gæðamerkinu. 

Rannsóknir hafa sýnt að íbúar á svæðinu samsama sig betur með héraði sínu en áður og sterk ímynd Entlebuch út á við hefur leitt af sér áður óþekkt stolt íbúa af heimahögunum og því sem þeir hafa að geyma. Samvinna svæðisgarðsins og heimamanna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og ár hvert heimsækja sendinefndir og fulltrúar annarra svæða Entlebuch til að læra af reynslu þeirra.  

Fræðsla

Fræðsla er mikilvægur þáttur í vinnu garðsins. 250 kennarar þróa nú leiðir til að fella námsefni um svæðið inn í námsskrána og börn eiga möguleika á að taka þátt í vikunámskeiði í "Lífhvolfsskólanum" þar sem kennslan fer fram á sveitabæ og í vettvangsferðum um svæðisgarðinn.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um Entlebuch.

Agritourism - Farm Stays in Switzerland's Nature Parks

Mörg videó má finna á youtube, eitt er hér

Og svo eiga þeir sönginn "Weil ich ein Entlebucher bin".

 

Myndir eru fengngar af vef Ramsar Convention: http://www.ramsar.org/cda/en/ramsar-media-sites-wetlands-of-17012/main/ramsar/1-25-34%5E17012_4000_0__