Forest of Bowland, Bretlandi

The Forest of Bowland fellur undir flokk svæða sem Bretar nefna Area of Outstanding Natural Beauty og eru skilgreindir sem svæðisgarðar. 

„Sense of Place"

Þegar mótuð var stefna um sjálfbæra ferðaþjónustu Í Bowland-svæðisgarðinum var unnið á athyglisverðan hátt með sérstöðu svæðisins og „staðaranda" (Sense of Place). Markmiðin voru að:

  • sameinast um að kynna þau sérstöku gæði sem svæðið hefur
  • setja fram samræmd skilaboð sem aðilar gætu notað til að kynna starfsemi sína
  • auka meðvitund um það sem svæðið hefur upp á að bjóða
  • auka skilning á náttúru og menningu svæðisins og stuðla að tryggð íbúa og gesta við það

Verkefnið fólst í að aðstoða þá sem voru með starfsemi á svæðinu eða höfðu áhuga á að hefja þar starfsemi, við að nýta sér sérkenni svæðisins við þróun og markaðssetningu á vörum og þjónustu. 

Leitað var til íbúa, félagasamtaka, ferðamanna og annarra aðila til að fá upplýsingar um sérkenni svæðisins og áhugaverða staði. Upplýsingarnar voru nýttar til að skilgreina „staðaranda" svæðisins og síðan settar fram í bæklingi (verkfærakistu) sem lýsir sérkennum svæðisins og tækifærunum sem í þeim felast.  Í verkfærakistunni eru því síðan einnig gerð góð skil hvernig hægt sé að nýta sér þessi gæði til frekari verðmætasköpunar og til að styrkja ýmsa starfsemi á svæðinu. 

Á grunni „verkfærakistunnar" hafa síðan verið haldin námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga um hvernig nýta megi betur gæði svæðisins í núverandi starfsemi og við þróun nýrrar.

Hér má lesa meira um "Sense of Place" verkefnið í Forest of Bowland.