Gantrisch, Sviss

Snemma árs 2011 sótti Gantrisch í Sviss formlega um að stofna svæðisgarð (þ. Regionaler Naturpark). Markmið svæðisgarðsins er að hann verði virðisaukandi fyrir svæðið, þjóni íbúum og stuðli að sjálfbærri þróun.

Svæðisgarður í Gantrisch á, skv. áformum forsvarsmanna hans, að verða öflugur málsvari vöru og þjónustu á svæðinu. Talið er að hann komi til með að efla samkeppnisstöðu svæðisins og laða til sín fólk og fjármagn umfram önnur svæði sem ekki hafa skilgreint sig með þessum hætti og treyst grunninn til frekari uppbyggingar.

Rannsóknir á svæðinu gefa til kynna að með hverjum svissneskum franka sem varið er í svæðisgarðinn megi ætla að þrír til fimm skili sér til baka inn á svæðið.

Á vefsíðu Gantrisch má lesa nánar um stofnun og fyrirkomulag svæðisgarðsins.