Telemarkskanalen

Telemarkskanalen Regionalpark 

Svæðisgarðurinn Telemarkskanalen er nýjasti svæðisgarðurinn, settur á laggirnar af Telemark fylki ásamt 6 sveitarfélögum á svæðinu og Telemarkskanalen FKF (fylkeskommunalt foretak - byggðasamlag innan fylkis). 

Formlega tekur svæðisgarðurinn til starfa í ársbyrjun 2012, með 2 starfsmönnum á vegum garðsins. 

Þetta er fyrst og fremst stjórnsýslulegt samstarf stofnaðila og yfir garðinum er pólitískt kjörin stjórn ("politisk styre"). 

Undirbúningur stóð yfir árin 2006-2010, en svæðisgarðurinn var formlega stofnaður í ársbyrjun 2011. 

Stefna svæðisgarðsins (parkplan) var skilgreind og markmiðin með starfi svæðisgarðs voru í sinni einföldustu mynd: Fleiri íbúar, meiri atvinna

Hugsunin er að koma af stað breytingum og langtíma þróun sem byggist á verkefnum sem tengjast og styðja við ferðaþjónustu, landmótun og búsetugæði. 

Hér hefur rauði þráðurinn í þróun og uppbyggingu svæðisgarðsverkefnisins verið landslag og þróun þess. 

Í Telemark var byggt á Evrópska landslagssáttmálanum, og mikill metnaður lagður í skipulag til framtíðar, þar sem landslag er í forgrunni. Byggt var á landslagsgreiningu í vinnunni (landskabsressursanalyse) eins og ætlunin er að gera á Snæfellsnesi. 

Þegar spurt er, hvaða hlutverk evrópski landslagssáttmálinn hafi leikið í þróunarvinnunni hér - eða hvernig þau útskýri þátt hans, þá fengum við það svar, að í sinni einföldustu mynd þá segði landslagssáttmálinn það, að fólkið sjálft sem "býr í landslaginu" eigi rétt á að ákveða hvernig landslagið þróast og hvernig farið sé með það. Heimamenn eigi að ákveða og móta stefnu um hvað landslagið þýði og hvernig þeir vilji nýta það, en ekki (bara) að taka við "ábendingum eða skipunum utan frá" um hvernig eigi að fara með það.

Báðar myndir eru úr kynningu sem Frida Sviland, verkefnisstjóri (prosjektkoordinator) hjá Telemarkskanalen flutti á fundi Samtaka norskra svæðisgarða 2.-3. nóv. 2011.