Valdres, Noregi

Valdres (n. Valdres natur- og kulturpark) er fyrsti svæðisgarðurinn sem stofnaður var í Noregi, árið 2007. 

Svæðisgarðurinn byggir á samstarfi 6 sveitarfélaga (kommuner), Oppland fylkis og fulltrúa atvinnulífsins á svæðinu, Valdres Næringsforum. 

Samstarf þessara aðila byggir á samningi (charter) sem nær til tíu ára (2007 - 2017). 

Einkunnarorð Valdres svæðisgarðsins eru: "Valdres - skjerper sansene" (Valdres - skerpir skilningarvitin) og vísar í hin sterku tengsl milli landslags og upplifunar sem fólk getur notið þar með hjálp allra skilningarvita.  

Þá hefur einnig verið þróað vörumerki og upprunavottun sem nota má á vörur framleiddar á svæðinu að uppfylltum vissum skilyrðum. Í dag eiga um 100 býli hlut í vörumerkinu og nota það á sínar vörur. Býlin stunda markvissa umhverfisvernd og nota meðal annars ekki plágueyða í ræktun sinni. Þá halda þau í hefðbundnar framleiðsluaðferðir, svo sem að beita dýrunum á úthaga, en rannsóknir hafa sýnt að kjöt slíkra dýra bragðast öðruvísi en annarra. Býlin eru merkt með skiltum sem votta að framleiðsla þeirra uppfylli skilyrði vörumerkisins.

Hér má lesa meira um vörumerkjaþróun í Valdres.