Sauðfjárskóli í Svæðisgarði

Sauðfjárskóli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins er nú kominn á Snæfellsnes. Yfir 30 aðilar frá 17 sauðfjárbúum á Snæfellsnesi eru skráðir á námskeiðaröð sem stendur í rúmt ár. Fyrsti fundurinn var haldinn á Vegamótum í Eyja-og Miklaholtshreppi 11. nóvember s.l. Í svæðisgarðinum okkar eru öflug sauðfjárbú og skemmtilegar fjárborgir í nágrenni þéttbýliskjarna. Með þekkingu og samvinnu má lengi gera gott betra.