Hleðslunámskeið

Vel heppnað hleðslunámskeið var haldið á Helgafelli í síðustu viku, í samvinnu Svæðisgarðs og Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Guðjón Kristinsson, hleðslumeistari frá Dröngum, sem m.a. gerði útsýnisstaðinn á Vatnaleið, var aðal kennarinn. Kraftmiklir karlar af Snæfellsnesi fræddust um hleðslur úr torfi og grjóti og við eigum eflaust eftir að sjá afrakstur námskeiðsins á Snæfellsnesi á komandi árum.