Snæfellsnes er sjálfbær áfangastaður

Snæfellsnes er einn af 100 sjálfbærustu áfangastöðum ferðamanna í heiminum samkvæmt lista sem samtökin „Green Destinations“ birtu í gær. Snæfellsnes er eini íslenski áfangastaðurinn á listanum, en samtals eru þar fjórir aðrir áfangastaðir á Norðurlöndunum og 50 staðir í Evrópu allri. 

Auk þess að rýna í vottanir  skoðuðu sérfræðingarnir frammistöðu áfangastaðanna á eftirtöldum sex sviðum:

·        Náttúra

·        Umhverfi

·        Menning og hefðir

·        Félagsleg velferð

·        Grænt hagkerfi og

·        Staðfest græn stefna í ferðamálum

Sjá nánar á : http://www.ruv.is/mannlif/snaefellsnes-medal-hundrad-bestu

http://greendestinations.info/top100/