námskeið vikunnar

Þetta verður sannkölluð fræðsluvika í svæðisgarðinum á Snæfellsnesi. Í dag hittast sauðfjárbændur í sauðfjárskóla (rml.is), á morgunn miðvikudag er vinnusmiðja um umsóknarskrif í íslenska samkeppnissjóði (Simenntun Vesturlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands) og á fimmtudaginn námskeið um öryggismál í ferðaþjónustu allt árið. Föstudag og laugardag verður hleðslunámskeið (lbhi.is). Vonum að allir séu endurnærðir eftir páskafríið. Það koma margar óskir um fræðslu og sem betur fer er oft hægt að tengja saman réttu aðilana.