FÖST VIÐVERA STARFSMANNS Í JÚLÍ

Í JÚLÍ VERÐA FIMMTUDAGAR FASTIR FUNDARDAGAR.  

Sífellt fleiri Snæfellingar eru að átta sig á því að þeir geta nýtt svæðisgarðinn okkar til að styðja við framfaraverkefni á svæðinu. Starfsmaðurinn sinnir glaður tengslanetsvinnu og fræðslu um svæðisgarðinn, sem á að vera sóknaráætlun fyrir Snæfellsnes og farvegur fyrir samstarf. Undirrituð kemur gjarnan með erindi á fundi, í heimsóknir eða tekur á móti fólki á skrifstofum svæðisgarðsins. Þar sem starfssvæðið er allt Snæfellsnes og starfsmaður er mikið á ferðinni er lítið mál að "koma við" en fyrir þá sem vilja fasta fundartíma er  þetta skipulagið næstu vikur:

Fimmtudagur 2. júlí frá 10 - 15 Ráðhúsloftið Stykkishólmi

Fimmtudagur 9. júlí frá 10 - 15 Skrifstofa Svæðisgarðs Grundargötu 30 Grundarfirði

Fimmtudagur 16.júlí frá 10 - 15 Átthagastofa Snæfellsbæjar Ólafsvík

Fimmtudagur 23.júlí frá 10 - 15 Sunnanvert Snæfellsnes;  Álftavatni 

Alls staðar verður heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , sími 8486272