Heimamarkaður

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir HEIMAMARKAÐ á Snæfellsnesi 31.október n.k.

Við setjum kastljósið á mat. Stefnumót framleiðenda, stórkaupenda (veitingastaða/stofnana eldhús ofl) og annarra íbúa á Snæfellsnesi.

Hægt verður að kaupa mat, borða mat og eiga ánægjulega stund saman. Staður: Sjávarsafnið í Ólafsvík (hugmyndir um framtíðaruppbyggingu þar verða kynntar).

Stund: kl. 11 - 17

Matarmerki Svæðisgarðsins verður kynnt.

Merkið við daginn :o)