Sagnaseiður og Sögufylgjur

Kæru Snæfellingar

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er til að stuðla að söfnun, varðveislu og miðlun sagna af Snæfellsnesi.

Á haustönn 2015 verður rekið samstarfsverkefni Svæðisgarðsins Snæfellsness og SSV þ&r til að efla sagnaseið á Snæfellsnesi.

Búið er að setja upp dagskrá fyrir verkefnið - (sjá meðfylgjandi).

Í dagskránni eru þrír áhersluþættir:

·        Vinnusmiðjur fyrir sögufylgjur (grátt)

o   Þar verður unnið að gerð gæðahandbókar fyrir þá sem vilja markaðssetja þjónustu við sögufylgd á Snæfellsnesi. Einnig verða viðburðir haustsins undirbúnir í þessum vinnusmiðjum.

·        Opnar vinnusmiðjur fyrir alla áhugasama (bleikt)

o   Þar verður unnið með sagnaseið Snæfellsness og reynt að fanga sögur sem hvergi eru skráðar.

·        Opnir viðburðir – ÖrSöguStundir, Baðstofukvöld og RökkurRó(brúnt)

o   Þar munu sögufylgjur bjóða upp á sögustundir í ýmsum útfærslum.

Öllum sem hafa áhuga er velkomið að taka þátt í þessu verkefni og hver dagskrárliður verður auglýstur nánar eins og fram kemur í dagskránni.

ATH: Þeir sem vilja taka þátt í vinnusmiðjum fyrir sögufylgjur þurfa að skrá sig – það má gera á fyrstu vinnusmiðju 7.okt. eða með tölvupósti:

 Ragnhildur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 Maggý: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vegna þess að sögufylgju- vinnusmiðjurnar eru hugsaðar sem markviss vinna við gerð gæðahandbóka og undirbúning á viðburðum – því er mikilvægt að þeir sem ætla í þá vinnu geri það af alvöru og skrái sig í þann hóp. Vinnusmiðjur fyrir sögufylgjur verða því aðeins auglýstar hér eftir með tölvupósti og í lokuðum fb-hóp til þeirra sem skrá sig í þennan sögufylgjuhóp.

 

Við hlökkum til að vinna með ykkur að þessu verkefni

Ragnhildur Sigurðardóttir - Svæðisgarðurinn Snæfellsnes   og   Margrét Björk Björnsd. - SSV-þróun & ráðgjöf