opinn viðtalstími á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 2.desember frá kl. 13 - 15

Minni á opinn fundartíma Svæðisgarðs á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 2. desember frá kl. 13 - 15. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Þau mál sem liggja efst á skrifborðinu þessa dagana eru Landnemaskóli 2 (samvinnuverkefni með Símenntun Vesturlands og markaðs-og kynningafulltrúum á Snæfellsnesi), mjög spennandi tækifæri fyrir nýbúa sem geta bjargað sér á íslensku en vilja læra meiri íslensku og að auki meira um samfélagið á Snæfellsnesi. Mikið hagsmunamál fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið allt. Eins er verið að vinna að Stefnumóti á Snæfellsnesi en Svæðisgarðurinn leiðir það samvinnuverkefni. Einn viðburður verður haldinn á mánuði, næstu 12 mánuðina. Sá fyrsti er opið hesthús á Brimisvöllum 20. desember n.k. Þar verður teymt undir börnum, markaður með handverk og mat beint frá framleiðanda, gleði og samvera. Við hvetjum Snæfellinga til að fjölmenna. Gefum samveru. Eins er hægt að fræðast um vetrarverkefni í ferðaþjónustu, gæðamerki ofl. spennandi. Verið velkomin