Stefnumót í svæðisgarði

Á morgunn, miðvikudaginn 10. ágúst, kl. 20 göngum við um Malarrif, frá nýju gestastofunni að Lóndröngum og til baka eftir ströndinni. Sæmundur Kristjánsson frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi lesa sögur um mannlíf og náttúru úr landslaginu. Allir velkomnir. Er ekki upplagt að drífa sig í hressandi gönguferð með menningarsögulegu ívafi?