Ungt fólk á kynningar- og spjallfundi

Föstudaginn 28. des. sl. hittist ungt fólk á Snæfellsnesi á kynningar- og spjallfundi í tengslum við svæðisgarðsverkefni Snæfellinga. Markmið fundarins var að fá fram skoðanir þeirra á því hverjir væru helstu kostir þess að alast upp og/eða búa á Snæfellsnesi og hvaða tækifæri þau sæju í störfum og búsetu þar í framtíðinni. Hér má sjá samantekt af umræðum fundarins en efniviðurinn verður nýttur í vinnu við mótun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Allar ábendingar og hugmyndir í tengslum við þetta eru vel þegnar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    

Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag, sem og öðrum áhugasömum sem ekki áttu kost á að sækja fundinn. Ekki er útilokað að annar svipaður fundur verði haldinn síðar.