Unga fólkið og svæðisgarðurinn

Í byrjun febrúar hittist ungt fólk af Snæfellsnesi á kynningar- og spjallfundi í tengslum við svæðisgarð. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var ætlað að ná til þeirra sem þar dvelja við nám eða störf. 

Markmið fundarins var að fá fram skoðanir ungs fólks á því hvað gerir Snæfellsnesið sérstakt og heyra hvaða tækifæri það sæi í störfum og búsetu þar í framtíðinni. Hér má sjá samantekt af umræðum fundarins. 

Það sem þarna kom fram verður nýtt í vinnu við svæðisskipulag á Snæfellsnesi og frekari vinnu við mótun svæðisgarðs. Allar ábendingar og hugmyndir í tengslum við þetta eru vel þegnar í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    

Þátttakendum er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag og skemmtilegar umræður.