Lýsing á umhverfismati

Tekin hefur verið saman lýsing (sjá hér) á því hvernig staðið verður að umhverfismati svæðisskipulagstillögunnar sem sveitarfélögin fimm standa að. Svæðiskipulagið er kjölfestan í mótun svæðisgarðsins. Tilgangur lýsingarinnar er að gera grein fyrir efni svæðisskipulagstillögunnar og umfangi og áherslum umhverfismats tillögunnar, þannig að Skipulagsstofnun og eftir atvikum aðrir umsagnaraðilar, geti kynnt sér hvernig staðið verður að matinu og gert athugasemdir eftir því sem tilefni þykir til. Fjallað hefur verið um lýsinguna í svæðisskipulagsnefnd og hún send Umhverfisstofnun, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Náttúrustofu Vesturlands til umsagnar.

Þeir sem hafa athugasemdir eða ábendingar um matslýsinguna eða vilja benda á umhverfisáhrif sem stefna og ákvæði svæðisskipulagstillögunnar  kunna að valda, geta sent þær til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til Alta, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði. Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 26. ágúst 2013.

Ábendingar sem kunna að berast verða hafðar til hliðsjónar við nánari mótun stefnu og við umhverfismat skipulagstillögunnar. Skipulagstillagan ásamt drögum að umhverfismati (umhverfisskýrslu) verður síðan kynnt á þessum vef og send viðeigandi stofnunum og hagsmunaaðilum til umsagnar áður en endanlega verður gengið frá tillögu og umhverfisskýrslu til auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum.