Ferðamannakönnun 2013

Nú í sumar, 2013, lá frammi könnun á öllum helstu ferðamannastöðum á Snæfellsnesi, þar sem íslenskir og erlendir ferðamenn voru spurðir út í ferðalag sitt um svæðið og upplifun af því. Könnunin er gerð í samvinnu við Ferðamálasamtök Snæfellsness sem eru aðilar að Svæðisgarðsverkefninu. Er þetta annað sumarið í röð sem þessi könnun er gerð. 

Í fyrra voru svörin nýtt sérstaklega við gerð svæðisskipulags fyrir Snæfellsnes, sem unnið er að. Þar fengust ýmsar gagnlegar upplýsingar. M.a. kom fram að útlendingar töldu styrkleika Snæfellsness í framtíðinni liggja í ósnertri náttúru sem væri ekki of "touristic" og einstaklingsmiðaðri ferðamennsku (sem andstæðu við „massatúrsima“). Hér má sjá samantekt úr svörum 2012.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær unnið verður úr svörum sumarsins í ár, en mikilvægt var talið að nýta tækifærið og leggja könnunina fyrir í vor/sumar og fá samanburð svara milli ára. Niðurstöður geta nýst þjónustuaðilum, sveitarfélögum og fleirum.