Snæfríður á íbúaþingi í Grundarfirði

Snæfríður - ungt fólk á Snæfellsnesi hefur þann tilgang að gera Snæfellsnesið enn skemmtilegra fyrir ungt fólk - til að starfa og búa á í framtíðinni. Félagið vinnur m.a. að því að ungt fólk kynnist hvert öðru, svæðinu og atvinnulífinu enn betur. 

Á íbúaþingi sem Grundarfjarðarbær efndi til 23. nóvember 2013 kynnti Silja Rán Arnarsdóttir félagið Snæfríði og hugmyndir Snæfríðar-fólks um framtíðarverkefnin.

Silja Rán er í stjórn Snæfríðar. Hér má lesa erindið hennar og hér fyrir neðan má sjá lokaorðin hennar á þinginu, m.a. hvatningu til fólks um að ganga til liðs við Snæfríði og setja fram hugmyndir sínar.