FSN og bandarískir nemar stúdera Snæfellsnes

Í október 2013 fengu nemar í FSN góða heimsókn. Nemendur frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum dvöldu á Snæfellsnesi um vikutíma. Heimsóknin var hluti af Íslandsferð hópsins undir stjórn dr. Margaret E. Willson sem er prófessor við háskólann í Washington. 

Saman unnu nemendurnir í fimm hópum að verkefnum um ungt fólk og svæðisgarðinn Snæfellsnes. Niðurstöður undirstrikuðu mikilvægi sjávarútvegs og hvernig hann getur þróast, nauðsyn þess að styrkja innviði og fjölga atvinnumöguleikum. Einnig kom fram að fróðlegt og skemmtilegt væri að tengja saman landslagið við þjóðsögur og Íslendingasögur sem gerast á svæðinu. Sögur séu lykillinn að því að skilja og tengjast landsvæðinu og fólkinu þar. 

FSN-nemar voru í hlutverki gestgjafa og leiðsögumanna vítt og breitt um Snæfellsnesið og m.a.s. á sjó. Auk þess spjölluðu nemendurnir við íbúa á svæðinu.

Þau Johanna Van Schalkwyk og Loftur Árni Björgvinsson kennarar við FSN höfðu umsjón með verkefninu, ásamt dr. Willson sem hafði veg og vanda af heimsókn nemendanna.

Hér má finna kynningar hópanna fimm, en viðfangsefni þeirra voru: