Umhverfisverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi

Vegna mikillar þátttöku hefur verið ákveðið að bæta viku við umhverfisverkefni á sunnanverðu Snæfellsnesi – frá Haffjarðará að Hellnum

Gámar, þar sem íbúar geta komið frá sér hlutum til förgunar, verða á eftirfarandi stöðum til 6.júlí:

Eyja- og Miklaholtshreppur: gámar fyrir úrgangstimbur,brotajárn og rusl.

ØVið Núpá
ØÍ gryfjunni við Holtsenda

Sunnanverður Snæfellsbær: gámar fyrir brotajárn og rusl.

ØVið Ölkelduafleggjarann
ØVið fjósið í Böðvarsholti
ØÁ fjárhúsplaninu á Litla-Kamb

*Búnaðarfélag Staðarsveitar hefur samþykkt að bjóða félögum sínum gjaldfrjáls afnot af tækjum félagsins í tiltektar- og fegrunarvinnu í sumar.

*UMF Staðarsveitar hvetur fólk til að taka frá og halda til haga úrgangstimbri sem nota má í áramótabrennu J

 

ØÞeir sem þurfa að losa sig við spilliefni geta látið Ragnhildi vita: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. @This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   / 8486272

 

Fólk er hvatt til að nýta gámana vel og ganga vel um þá – flokka rétt og setja allt á sinn stað  J 

Sorp er hægt að selja og er verðmætt til endurvinnslu ef það er rétt meðhöndlað – annars verður að urða sorpið með ærnum tilkostnaði fyrir samfélag og náttúru .

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes

Eyja- og Miklaholtshreppur

 

Snæfellsbær

Sveitamarkaður á Breiðabliki 4.-5.júlí

Nú er vika í árlegan sveitamarkað á Breiðabliki í Eyja-og Miklaholtshrepp. Markaðurinn verður opinn helgina 4.-5.júlí kl. 12-18 báða dagana. Handverk, bakkelsi, sultur og fleira og auðvitað nýbakaðar vöfflur með rjóma!

Starfsmaður kominn aftur til starfa eftir sumar/sauðburðarfrí

Starfsmaður svæðisgarðsins er komin aftur til starfa eftir sauðburðar/sumarfrí. Nú er Svæðisgarðurinn líka kominn með sérstakan síma: 8486272. Netfangið sem fyrr: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Starfsmaður er á ferð og flugi þessa dagana : Grundarfjörður í dag þriðjudaginn 2. júní, Borgarnes 3. júní, Ólafsvík 4. júní, að sinna erindum og fundum en viðvera í sumar verður fljótlega auglýst.

Sumar- og sauðburðarfrí starfsmanns í maí

Starfsmaður Svæðisgarður Snæfellinga er kominn í sumar/sauðburðarfrí út maí. Öllum erindum verður þó að sjálfsögðu svarað og þeim sem ekki geta beðið verður sinnt eftir megni. Góð kveðja úr Staðarsveit Ragnhildur Sigurðardóttir sími 8482339 og netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.