Safnadagur á Snæfellsnesi

Snæfellingum og gestum þeirra er boðið á safn og í bíó á sumardaginn fyrsta (fimmtudaginn 23.apríl n.k.)

Hvetjum alla til að nýta þetta góða tækifæri til að skoða brot af því besta sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða.

námskeið vikunnar

Þetta verður sannkölluð fræðsluvika í svæðisgarðinum á Snæfellsnesi. Í dag hittast sauðfjárbændur í sauðfjárskóla (rml.is), á morgunn miðvikudag er vinnusmiðja um umsóknarskrif í íslenska samkeppnissjóði (Simenntun Vesturlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands) og á fimmtudaginn námskeið um öryggismál í ferðaþjónustu allt árið. Föstudag og laugardag verður hleðslunámskeið (lbhi.is). Vonum að allir séu endurnærðir eftir páskafríið. Það koma margar óskir um fræðslu og sem betur fer er oft hægt að tengja saman réttu aðilana.

Skrifstofa svæðisgarðs

Framkvæmdastjóri svæðisgarðs er með starfsstöðvar  á fjórum stöðum á Snæfellsnesi.

Skipulagið næstu vikur er eftirfarandi:

Snæfellsbær/Átthagastofan í Ólafsvík í viku 14 (frá 30.mars)

Grundarfjörður/ Grundargata 30 í viku 15 (frá 8.apríl)

og Stykkishólmur/Ráðhúsloftið í viku 16 (frá 13.apríl)

Íbúafundur í Eyja-og Miklaholtshreppi þar sem svæðisgarðurinn verður m.a. kynntur er fyrirhugaður fljótlega og 13. apríl er íbúafundur í Helgafellssveit.

Ragnhildur Sigurðardóttir, sími : 8482339 og netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Norræn vinnusmiðja um Svæðisgarða, á Snæfellsnesi

Hér kemur slóð á myndband frá norrænni vinnustofu um svæðisgarða sem haldin var 18.-20. feb. sl. á Snæfellsnesi.

https://www.youtube.com/watch?v=9bbJfcPd27c&feature=share

Afurð norræna verkefnisins verður handbók með leiðbeiningum um stofnun og rekstur svæðisgarða. Það efni verður sett fram á sérstökum vef á netinu og er í lokavinnslu hjá samtökunum Norske parker. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er fyrsti svæðisgarðurinn á Íslandi. Við lærðum margt af norrænum vinum okkar sem margir hafa orðið áralanga reynslu, en það var líka gott að finna að þeir gátu líka lært af okkur.