Svæðisskipulag Snæfellsness 2014 - 2026

Nú er Svæðisskipulag Snæfellsness fyrir tímabilið 2014 - 2026 komið til loka afgreiðslu sveitastjórna á Snæfellsnesi. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að þessu verki. Svæðisskipulagið hefur verið, og verður áfram, kynnt vandlega á Snæfellsnesi enda lifandi plagg.

Smelltu hér til að skoða greinargerð skipulagsins.

Hleðslunámskeið

Vel heppnað hleðslunámskeið var haldið á Helgafelli í síðustu viku, í samvinnu Svæðisgarðs og Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Guðjón Kristinsson, hleðslumeistari frá Dröngum, sem m.a. gerði útsýnisstaðinn á Vatnaleið, var aðal kennarinn. Kraftmiklir karlar af Snæfellsnesi fræddust um hleðslur úr torfi og grjóti og við eigum eflaust eftir að sjá afrakstur námskeiðsins á Snæfellsnesi á komandi árum.

Sauðfjárskóli í Svæðisgarði

Sauðfjárskóli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins er nú kominn á Snæfellsnes. Yfir 30 aðilar frá 17 sauðfjárbúum á Snæfellsnesi eru skráðir á námskeiðaröð sem stendur í rúmt ár. Fyrsti fundurinn var haldinn á Vegamótum í Eyja-og Miklaholtshreppi 11. nóvember s.l. Í svæðisgarðinum okkar eru öflug sauðfjárbú og skemmtilegar fjárborgir í nágrenni þéttbýliskjarna. Með þekkingu og samvinnu má lengi gera gott betra.

Viðtalstímar í desember

Skrifstofa Svæðisgarðs verður í Átthagastofunni í Ólafsvík 8.-12.desember. Í ráðhúsinu Stykkishólmi 15.-19.desember og í Grundarfirði einhverja daga milli jóla og nýjárs skv.samkomulagi.  Ekki hika við að hafa samband ef þið viljið kynningu eða eruð með tillögur/ábendingar:Svæðisgarðurinn er kjörinn farvegur fyrir samstarf á Snæfellsnesi. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og sími: 8482339.

Hörpudiskur; staða stofnsins og horfur

Í Stykkishólmi á morgunn miðvikudaginn 19. nóvember kl. 17

 

https://www.facebook.com/events/733110620110178/?source=1

Mynd frá Róbert Arnar Stefánsson.