Viðtalstímar hjá Svæðisgarði

Skrifstofa Svæðisgarðs verður í Átthagastofunni í Ólafsvík 10.-14. nóvember. Í ráðhúsinu Stykkishólmi 17.-21. nóvember og í Grundarfirði 24.-28. nóvember. Framkvæmdastjóri þakkar góð viðbrögð á fundum hingað til.

Ekki hika við að hafa samband: Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og sími: 8482339.

 

Tillaga að Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæfellsnes. Í tillögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfisskýrslu, er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli atvinnulíf og byggð á svæðinu.

Svæðisskipulagstillagan liggur frammi  til sýnis hjá oddvitum Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og á skrifstofum  Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar  og Stykkishólmsbæjar og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 4. september 2014 til og með mánudagsins 20. október 2014. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum svaedisgardur.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 20. október 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á „Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, berist á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði“.

Svæðisskipulagstillaga

Umhverfisskýrsla

Ragnhildur Sigurðardóttir ráðin framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjórn Svæðisgarðsins Snæfellsness hefur ákveðið að ráða Ragnhildi Sigurðardóttur, umhverfisfræðing, framkvæmdastjóra hins nýstofnaða Svæðisgarðs. Alls bárust 23 umsóknir um starfið.

Ragnhildur býr á Álftavatni í Staðarsveit, Snæfellsbæ, með eiginmanni og þremur börnum þar sem þau starfrækja sauðfjárbú. Hún er umhverfisfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Noregs og hefur sl. 14 ár gegnt starfi lektors við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ragnhildur hefur stýrt margvíslegum þróunar- og nýsköpunarverkefnum í erlendu sem innlendu samstarfi, tengdum fræðslu og umhverfismálum, atvinnuuppbyggingu í dreifbýli, menningarlandslagi o.fl.

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður þann 4.4.2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Hlutverk hans er að vera vettvangur fjölþætts samstarfs með áherslu á að nýta sérstöðu svæðisins við uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs og þjónustu.

 

Framkvæmdastjóri mun hafa umsjón með uppbyggingu Svæðisgarðs, leiða mótun og daglegt starf. Hlutverk hans er að vera tengiliður milli byggða, stofnana, félaga og fyrirtækja á Snæfellsnesi, einstaklinga og hugmynda. 

Ragnhildur verður í hálfu starfi í september, en frá og með 1. október nk. kemur hún til starfa að fullu. Gerð verður nánari grein fyrir starfsemi og fyrstu verkefnum Svæðisgarðs innan tíðar.

Framkvæmdastjórn og aðilar Svæðisgarðsins Snæfellsness bjóða Ragnhildi velkomna til starfa og vænta góðs samstarfs við hana.

Auglýst eftir framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra svæðisgarðsins hefur verið auglýst, sjá nánar hér.

Svæðisskipulagstillaga fyrir Snæfellsnes

Nú er tækifæri til að kynna sér hana!

Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum 2012 og liggur nú fyrir tillaga sem svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt að kynna fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Tillöguna má nálgast hér: http://ssk-snaef.alta.is.

Íbúar Snæfellsness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar eða athugasemdir sínar til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5. maí nk. 

Lesa meira...