Landslag og leiðir

Þemu: Matarkistan || Sagnaarfur || Friðlýst hús og kirkjur || Landslag og leiðir || Sjósókn fyrri tíma || Öll þemu

Smelltu hér til að opna heildarkort í nýjum glugga með öllum þekjum. Velja má þekjur inn á kortið.

Stækka má myndina ("súmma inn") með því að ýta á plús, minnka hana með því að ýta á mínus og færa hana til með því að halda músinni niðri og færa.

Smelltu á "Legend" efst til vinstri á kortinu til að sjá skýringar.

Kortið sýnir karaktersvæði sem skilgreind hafa verið út frá sérkennum landslags og hvernig strandsvæði skiptast eftir sérkennum þeirra.

Göngu – og reiðleiðir

Þessi  þekja byggir á gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ). Nú hafa LMÍ opnað fyrir aðgang að margvíslegum gögnum á landupplýsingaformi, þar á meðal Atlaskortunum sem eru vel þekkt og byggja á Herforingjaráðskortum Dana sem teiknuð voru á árunum 1900 – 1940. Þessi kort eru merkileg fyrir þær sakir að á þeim eru dregnar upp stígar og götur sem margar hverjar hafa verið notaðar frá fornu fari. Leiðirnar sem teiknaðar eru á þessa þekju er það sem eftir eimir af stígum og götum á Atlaskortunum sem eru mun nýrri. Það væri áhugavert að safna saman þekktum þjóðleiðum og fornum götum og hnita inn fyrir allt Snæfellsnesið og búa þannig til eina heildstæða mynd sem sýnir hvernig menn ferðuðust um fyrr á tímum. Samhengið er ekki síst áhugavert þegar horft er á það með þjóðsögukortinu sem er einnig á þessari vefsjá.  

Kortagrunnurinn er byggður á gögnum Landmælinga Íslands.