Matarkistan

Þemu: Matarkistan || Sagnaarfur || Friðlýst hús og kirkjur || Landslag og leiðir || Sjósókn fyrri tíma || Öll þemu

Smelltu hér til að opna heildarkort í nýjum glugga með öllum þekjum. Velja má þekjur inn á kortið.

Stækka má myndina ("súmma inn") með því að ýta á plús, minnka hana með því að ýta á mínus og færa hana til með því að halda músinni niðri og færa.

Smelltu á "Legend" efst til vinstri á kortinu til að sjá skýringar.

Á Snæfellsnesi er þó nokkur landbúnaðarframleiðsla. Þar er stundaður hefðbundinn landbúnaður á borð við sauðfjárrækt, mjólkurframleiðslu, eggjaframleiðslu, hrossarækt, holdanautarækt o.þ.h. Þá er nokkur grænmetis- og akuryrkja. 

Fiskar eru í þó nokkrum ám og vötnum á Snæfellsnesi. Hraunsfjarðarvatn, Baulárvallavatn og Selvallavatn eru allt vötn skammt frá Vatnaleið. Einungis urriði veiðist í Hraunsfjarðarvatni, en urriði og bleikja í hinum vötnunum. Í lóni innan við stíflu við Hraunsfjörð veiðist sjóbleikja, sjóbirtingur og lax. Á Vatnasvæði Lýsu sem telur Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn ásamt smáám er mikill silungur og laxgengd er líða tekur á sumarið. Svæðið er eitt fárra vatnasvæða á Íslandi þar sem allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska veiðast. Urriði er í Langavatni, Staðarsveit. Straumfjarðará og Haffjarðará eru gjöfular laxveiðiár í Eyja- og Miklaholtshreppi. Undanfarin 20 ár hafa að meðaltali veiðst 300 laxar hvert sumar í Straumfjarðará en 667 í Haffjarðará.

Heimildir:

  www.agn.is, á.á.

 
Kortagrunnurinn er byggður á gögnum Landmælinga Íslands.