Stjórn verkefnisins

Eigendaráð

Skipað hefur verið eigendaráð þar sem hver aðili á einn fulltrúa. Fulltrúarnir eru:

 • Kristín Björg Árnadóttir f.h. Snæfellsbæjar
 • Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri f.h. Stykkishólmsbæjar
 • Eyþór Garðarsson f.h. Grundarfjarðarbæjar
 • Eggert Kjartansson, oddviti f.h. Eyja- og Miklaholtshrepps
 • Sif Matthíasdóttir, oddviti f.h. Helgafellssveitar
 • Þorkell Símonarson, vert í Langaholti, Staðarsveit, .f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness
 • Örvar Marteinsson, Ólafsvík, f.h. félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi 
 • Hallur Pálsson, bóndi Naustum, form. stjórnar Búnaðarfélags Eyrarsveitar
 • Þórunn Hilma Svavarsdóttir f.h. Búnaðarfélags Staðarsveitar
 • Þröstur Aðalbjarnarson, Stakkhamri, form. stjórnar Búnaðarfélags Eyja- og Miklaholtshrepps
 • Helga Hafsteinsdóttir, formaður Starfsmannaélags Dala- og Snæfellsnessýslu

Gert er ráð fyrir að fleiri aðilar geti bæst í hópinn ef vilji er fyrir hendi, þ.m.t. einstök fyrirtæki. 

Stýrihópur

Eigendaráð hefur skipað stýrihóp sem sér um framkvæmd verkefnisins innan þess ramma sem eigendaráð hefur ákveðið. Hópurinn samanstendur af þremur fulltrúum frá sveitarfélögunum og þremur fulltrúum frá hinum samstarfsaðilunum. Þessi fulltrúar eru núna:

 • Kristín Björg Árnadóttir Snæfellsbæ, formaður hópsins 
 • Eyþór Garðarsson Grundarfjarðarbæ
 • Sturla Böðvarsson Stykkishólmsbæ
 • Hallur Pálsson, fulltrúi búnaðarfélaganna
 • Örvar Marteinsson, fulltrúi Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi
 • Þorkell Símonarson, fulltrúi Ferðamálasamtakanna

Svæðisskipulagsnefnd

Sveitarfélögin skipuðu svæðisskipulagsnefnd sem ásamt stýrihópi leiddi gerð svæðisskipulagsins. Nú hefur verið unnin samstarfssáttmáli um stofnun svæðisgarðs og  stjórnunaráætlun fyrir garðinn.

Svæðisskipulagsnefndina skipa:

 • Smári Björnsson og Ragnhildur Sigurðardóttir, f.h. Snæfellsbæjar.
 • Theodóra Matthíasdóttir og Gretar D. Pálsson, f.h. Stykkishólmsbæjar.
 • Eyþór Garðarsson og Þórður Á. Magnússon, f.h. Grundafjarðarbæjar.
 • Halldór Jónsson, f.h. Eyja- og Miklaholtshrepps.
 • Jóhanna Kristín Hjartardóttir, f.h. Helgafellssveitar.

Formaður nefndarinnar er Gretar D. Pálsson og varaformaður er Ragnhildur Sigurðardóttir.

Nefndin vinnur náið með stýrihópi um svæðisgarð að gerð svæðisskipulagsins.  

Svæðisskipulagsnefndin hefur sett sér starfsreglur sem Skipulagsstofnun hefur fjallað um og birtar hafa verið í B-deild Stjórnartíðinda.