Stefnumótun

Á grunni greiningar ráðgjafa og vinnuhópa á sérkennum og verðmætum Snæfellsness og tækfærum sem í þeim felast, hefur verið mótuð svæðisskipulagstillaga sem markar stefnu um þau atriði sem talið er að sveitarfélögin, í samvinnu við atvinnulífið og félagasamtök, þurfi að ákveða sameiginlega vegna þróunar Snæfellsness og uppbyggingu svæðisgarðsins.

Stefnan er sett fram í þremur þrepum: framtíðarsýn – markmið – leiðir.