Velkomin á Snæfellsnes

Snæfellsnes er einstakur staður þar sem orkan svífur yfir vötnum. Við bjóðum þér í ferðalag um Snæfellsnes – hér eru fjögur sveitarfélög sem hvert býr yfir sinni sérstöðu, þar sem menning blómstrar og þjónusta er fjölbreytt.

Hér höfum við töfrandi landslag – tignarlegan jökul, veðurbarna strandlengju og hrikaleg eldfjöll, og hlýjan faðm þeirra sem hér búa.

Vináttubönd okkar myndast með því að búa í þessu margbreytilega landslagi. Við gerum hlutina öðruvísi hér og viljum bjóða þér að kynnast samfélaginu sem gerir Snæfellsnes einstakt.

Sögur okkar

Á Snæfellsnesi er stórbrotið landslag en þar finnur þú líka hlý og gestrisin samfélög. Við bjóðum gestum í heimsókn og hér ættu allir að gera fengið góðar hugmyndir að næstu heimsókn.

Fjölbreytt lífríki

Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Fengsæl fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði hafa löngum verið dýrmætasta matarkista landsins sem heimamenn og fleiri hafa sótt í allt aftur til landnáms. Snæfellsnes er paradís fyrir þá sem… Sjá meira

Matarklasinn á Snæfellsnesi

Á Snæfellsnesi er úrval áfangastaða þar sem matgæðingar geta farið í sælkeraferðir og bragðað á matarmenningu, matarframleiðslu, matarsögu og hefðum, og heimsótt veitingastaði með mat úr heimabyggð. Hægt er að heimsækja þátttatakendur í matarsamfélaginu og… Sjá meira