Fjölbreytt lífríki
„ Í sjónum er oft hægt að sjá hvali og spekkfugla frá strandlengjunni þegar þeir hringsóla ströndina í kringum skagann. ”
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Fengsæl fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði hafa löngum verið dýrmætasta matarkista landsins sem heimamenn og fleiri hafa sótt í allt aftur til landnáms.
Snæfellsnes er paradís fyrir þá sem vilja sjá og ljósmynda fugla. Um sextíu tegundir verpa hér. Þar á meðal eru æðarfugl, kría, fýll, langvía og ýmsir mávar. Hér má einnig sjá erni og lunda. Ennfremur hefur fjöldi farfugla viðdvöl hér á leið sinni milli Evrópu og Grænlands eða Kanada.
Á góðum degi má jafnvel sjá haförn, skeiðönd eða flórgoða.
Oft má sjá hvali og háhyrninga úti fyrir ströndum Snæfellsness, stundum í stórum torfum. Bæði útselir og landselir eru algeng sjón.
Göngufólk rekst stundum á villta refi, sem eru eina villta landspendýrið sem nam hér land á undan mannfólkinu. Þá þarf samt að hafa vökult auga, þar sem refurinn fellur vel inn í landslagið.
Fjöldi kinda dvelur sumarlangt í Snæfellsnesfjallgarðinum. Hér eru um 15.000 kindur En 4.040 íbúar.