Vegglistaverkin á Hellissandi
“Flest af listaverkunum segja frá sögum og atvikum sem tengjast Snæfellsnesi”.
Með færri en 400 íbúa hefur Hellissandur fengið viðurnefnið “höfuðborg götulistar á Ísland” vegna veggmyndanna sem sjá má á fjölda mannvirkja um allan bæinn.
Það var í ársbyrjun 2018 sem að raðfrumkvöðullinn Kári Viðarsson fékk þá hugmynd að gefa heimahögunum skapandi andlitslyftingu. Í samstarfi við heimamenn og stóran hóp listamanna víða að úr heiminum voru það sumar málaðar 30 stórar veggmyndir hér og þar um þorpið.
Flest af listaverkunum segja frá sögum og atvikum sem tengjast Snæfellsnesi, og gera Hellissand að áhugaverðum áfangastað áður en Snæfellsjökulsþjóðgarður er heimsóttur, en margar af sögunum áttu sér stað þar til forna.