Breiðafjarðareyjar

„Samkvæmt gamalli þjóðsögu mynduðust Breiðafjarðareyjarnar þegar hópur trölla vildi grafa sund á milli Vestfjarða og meginlandsins. Meðan á verkinu stóð kastaðist jarðvegur yfir allan Breiðafjörð og Húnaflóa, og þannig urðu Breiðafjarðareyjarnar til.“

Eyjar og sker í Breiðafirði eru eitt ef þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru vera óteljandi. Þetta stafar af sjávarföllum. Mikill munur er á flóði og fjöru og á háflóði hverfa margar þeirra undir yfirborðið.

Samkvæmt gamalli þjóðsögu mynduðust Breiðafjarðareyjarnar þegar hópur trölla vildi grafa sund á milli Vestfjarða og meginlandsins. Meðan á verkinu stóð kastaðist jarðvegur yfir allan Breiðafjörð og Húnaflóa, og við það urðu Breiðafjarðareyjarnar til. Húnaflóinn er hins vegar dýpri og þar sökk allt til botns. Þar sem tröllunum tókst ekki að ljúka verkinu fyrir sólarupprás urðu þau öll að steini.

Eyjarnar leika stórt hlutverk í samfélagi íbúa í Stykkishólmi Þar hefur orðið til mikil strandmenning þar sem margir eiga litla báta og stunda sjómennsku eða áhugasiglingar. Það er fátt sem heimamenn kunna betur að meta en ferskan sjávarandvara úr norðri á hlýjum sumardegi.

Við höfnina í Stykkishólmi stendur hin stórbrotna Súgandisey Hún var tengd við land árið 1989. Auðvelt er að ganga á eyjuna og skoða vitann. Með því að fylgja gönguleiðunum má fá gott útsýni yfir bæði Stykkishólm og eyjarnar óteljandi á Breiðafirði.

Flatey er eina eyjan á Breiðafirði þar sem búið er allan ársins hring. Yfir sumartímann margfaldast íbúafjöldinn, en undanfarin ár hafa fáir íbúar og aðeins tveir hundar búið þar allt árið. Árið 1950 voru 117 skráðir íbúar í eynni. Breiðafjarðarferjan Baldur býður upp á daglegar siglingar milli Stykkishólms og Flateyjar. Þar er kyrrðin einstök og tíminn virðist standa í stað.

Snæfellsnes – heimilið okkar

Snæfellsnes hreyfir við öllum sem hér dvelja, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða. Hér eru þekkt náttúruundur á borð við Kirkjufell, Breiðafjörð með sínum óteljandi eyjum, og Snæfellsjökul. Á Snæfellsnesi er… Sjá meira

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull hefur verið rithöfundum, myndlistarmönnum og fleiri listamönnum innblástur í gegnum tíðina, og margir telja sig hafa fundið fyrir dularkröftum hans. Ein skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Kiljan Laxness heitir Kristnihald undir jökli, og gerist í litlu… Sjá meira

Fjölbreytt lífríki

Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Fengsæl fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði hafa löngum verið dýrmætasta matarkista landsins sem heimamenn og fleiri hafa sótt í allt aftur til landnáms. Snæfellsnes er paradís fyrir þá sem… Sjá meira

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður þann 28.júní 2001. Hann þekur um 170 ferkílómetra2 á vestasta hluta Snæfellsness. Hann dregur nafn sitt af megineldstöðinni og jöklinum Snæfellsjökli sem er hjarta þjóðgarðsins. Tilgangur þjóðgarðsins er að standa vörð um… Sjá meira