Í átt að sjálfbærara samfélagi

Náttúran færir okkur hráefni, hreint vatn og skjól, hún hitar húsin okkar og veitir okkur innblástur – við verðum að standa vörð um náttúruna. Sögur Snæfellsness eru áþreifanlegar í landslagi og mannvirkjum, og við verðum að muna að sögur tilheyra ekki aðeins fortíðinni, heldur líka framtíðinni. Við erum enn að skrifa.

Náttúran færir okkur hráefni, hreint vatn og skjól, hún hitar húsin okkar og veitir okkur innblástur – við verðum að standa vörð um náttúruna. Sögur Snæfellsness eru áþreifanlegar í landslagi og mannvirkjum, og við verðum að muna að sögur tilheyra ekki aðeins fortíðinni, heldur líka framtíðinni. Við erum enn að skrifa.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa sameinað krafta sína við að varðveita náttúru, samfélag og menningu og skrifa nýjar sögur með sjálfbærni að leiðarljósi. Við viljum geta litið um öxl og verið stolt af því sem við gerðum fyrir okkar nærumhverfi og til að draga úr loftslagsvánni.

Á Snæfellsnesi liggja stígar um marga heillandi staði, til að vernda umhverfið og auka öryggi gesta. Á Snæfellsnesi er minna rusl við strendur og á landi vegna þess að við höfum tekið á úrgangsmálum og við stöndum reglulega fyrir hreinsunum. Á Snæfellsnesi er víða hægt að ferðast um gangandi, hjólandi, á hestum, kajökum og stöðugt er unnið að því að efla möguleika til annarra samgöngumáta en ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Á Snæfellsnesi eru svæðisbundið hráefni sett í forgang.

Snæfellsnes hlýtur EarthCheck umhverfisvottun árlega sem undirstrikar að við viljum bæta frammistöðu okkar fyrir umhverfi og samfélag. Við viljum geta sagt sögur sem eru líka ánægjulegar fyrir þá sem á eftir koma.

Snæfellsnes – heimilið okkar

Snæfellsnes hreyfir við öllum sem hér dvelja, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða. Hér eru þekkt náttúruundur á borð við Kirkjufell, Breiðafjörð með sínum óteljandi eyjum, og Snæfellsjökul. Á Snæfellsnesi er… Sjá meira

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull hefur verið rithöfundum, myndlistarmönnum og fleiri listamönnum innblástur í gegnum tíðina, og margir telja sig hafa fundið fyrir dularkröftum hans. Ein skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Kiljan Laxness heitir Kristnihald undir jökli, og gerist í litlu… Sjá meira

Fjölbreytt lífríki

Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Fengsæl fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði hafa löngum verið dýrmætasta matarkista landsins sem heimamenn og fleiri hafa sótt í allt aftur til landnáms. Snæfellsnes er paradís fyrir þá sem… Sjá meira

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður þann 28.júní 2001. Hann þekur um 170 ferkílómetra2 á vestasta hluta Snæfellsness. Hann dregur nafn sitt af megineldstöðinni og jöklinum Snæfellsjökli sem er hjarta þjóðgarðsins. Tilgangur þjóðgarðsins er að standa vörð um… Sjá meira