Snæfellsjökull

Hinn kynngimagnaði Snæfellsjökull er krúnudjásn Snæfellsjökulsþjóðgarðs.

Snæfellsjökull hefur verið rithöfundum, myndlistarmönnum og fleiri listamönnum innblástur í gegnum tíðina, og margir telja sig hafa fundið fyrir dularkröftum hans. Ein skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Kiljan Laxness heitir Kristnihald undir jökli, og gerist í litlu samfélagi í námunda við jökulinn. Í skáldsögunniFerðin að miðju jarðar eftir Jules Verne finnst hellisop á Snæfellsjökli og þaðan er hægt að ferðast að miðju jarðar.

Snæfellsnes – heimilið okkar

Snæfellsnes hreyfir við öllum sem hér dvelja, hvort sem um lengri eða skemmri tíma er að ræða. Hér eru þekkt náttúruundur á borð við Kirkjufell, Breiðafjörð með sínum óteljandi eyjum, og Snæfellsjökul. Á Snæfellsnesi er… Sjá meira

Fjölbreytt lífríki

Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Fengsæl fiskimið í Faxaflóa og Breiðafirði hafa löngum verið dýrmætasta matarkista landsins sem heimamenn og fleiri hafa sótt í allt aftur til landnáms. Snæfellsnes er paradís fyrir þá sem… Sjá meira

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsjökulsþjóðgarður var stofnaður þann 28.júní 2001. Hann þekur um 170 ferkílómetra2 á vestasta hluta Snæfellsness. Hann dregur nafn sitt af megineldstöðinni og jöklinum Snæfellsjökli sem er hjarta þjóðgarðsins. Tilgangur þjóðgarðsins er að standa vörð um… Sjá meira

Drápuhlíðarfjall – brosir blítt við þeim sem eiga leið hjá

Drápuhlíðarfjall (527 m) brosir blíðlega við þeim ferðalöngum sem eiga leið hjá því. Bergefni fjallsins er líparít (rýólít) og er fjallið því afar litskrúðugt með gylltum, rauðum, bláum, gráum og grænum litum sem myndast náttúrulega… Sjá meira