Snæfellsjökull
“ Hinn kynngimagnaði Snæfellsjökull er krúnudjásn Snæfellsjökulsþjóðgarðs. ”
Snæfellsjökull hefur verið rithöfundum, myndlistarmönnum og fleiri listamönnum innblástur í gegnum tíðina, og margir telja sig hafa fundið fyrir dularkröftum hans. Ein skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans Halldórs Kiljan Laxness heitir Kristnihald undir jökli, og gerist í litlu samfélagi í námunda við jökulinn. Í skáldsögunniFerðin að miðju jarðar eftir Jules Verne finnst hellisop á Snæfellsjökli og þaðan er hægt að ferðast að miðju jarðar.