Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður 2014. Hann er fyrst og fremst farvegur fyrir samstarf milli sveitarfélaga, atvinnulífs og félagasamtaka.

Samstarfið byggir á svæðisskiplagi Snæfellsness sem er stefnumarkandi aðgerðaráætlun sem unnin var í viðamiklu samstarfi á Snæfellsnesi. Markmiðið er að styrkja samfélagið og hagkerfið, vinna saman að sjálfbærni og styðja blómlegt menningarlíf og lífsgæði íbúa eins og hægt er.

Svæðisgarðurinn vinnur að þeim verkefnum sem Snæfellingar velja hverju sinni að ráðast saman í.

Við byggjum á sérstöðu Snæfellsness, náttúru, landslagi og menningu. Samstarfsaðilar svæðisgarðsins fá aðgang að svæðismarki Snæfellsness; handbók, námskeiðum, fánum ofl.

Svæðisgarðurinn býr nú yfir verkfærakistu fyrir sveitarfélög, atvinnulíf og íbúa á Snæfellsnesi, til að aðstoða fólk við að þekkja og nýta sér sérstöðu Snæfellsness við þróun á vörum og þjónustu.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband: ragnhildur@snaefellsnes.is